Hún er að í Bandaríkjunum getur ein óheppileg ljósmynd haft mikil áhrif á stjórnmálaferil fólks og gert út af við vonir um að sigra í kosningum.
Það er einmitt ástæðan fyrir að Trump vill ekki nota andlitsgrímu til að draga úr líkunum á að smitast af kórónuveirunni. Gildir þá einu að öllu starsfólki Hvíta hússins hefur verið gert að nota slíkar grímur.
„Ef hörðustu stuðningsmenn Trump sjá mynd af átrúnaðargoði sínu með andlitsgrímu, eitthvað sem þeir tengja við skræfur, konur og demókrata þá er hann búinn að vera. Þetta veit forsetinn vel.“
Sagði Stephen Henderson, bandarískur blaðamaður og útvarpsmaður, í samtali við BT.
Ýmislegt bendir til að hann hafi rétt fyrir sér um þetta. Hvíta húsið hefur eins og fyrr sagði gert starfsfólki þess að nota slíkar grímur en þó eru Trump og Mike Pence, varaforseti, undanþegnir því. Þó hefur náðst mynd af Pence með slíka grímu.
Þegar Trump heimsótti verksmiðju, sem framleiðir andlitsgrímur, í Arizona í síðustu viku var hann aðeins með öryggisgleraugu, ekki grímu.
Rachel Maddow, fréttakona hjá MSNBC, segir engan vafa leika á hvaða skilaboð Trump er að senda frá sér.
„Í augum Trump er gríman greinilega veikleikamerki. Aðeins sannir karlmenn, föðurlandsvinir, sleppa því að nota þær. Eitt er öruggt, Trump mun aldrei taka áhættuna á að mynd verði tekin af honum með andlitsgrímu. Slík mynd gæti kostað hann endurkjör.“