Myndbandið er upprunnið frá Japan og hefur það fengið gríðarlegt áhorf að undanförnu. Í því eru settar upp aðstæður sem líkjast hlaðborði á veitingastað í skemmtiferðaskipi þar sem einn af gestunum tíu er smitaður af veiru.
Gestirnir fara að hlaðborðinu, á sama hátt og þeir myndu gera við venjulegar aðstæður, án þess að taka tillit til að veira sé á kreiki.
NHK conducted an experiment to see how germs spread at a cruise buffet.
They applied fluorescent paint to the hands of 1 person and then had a group of 10 people dine.
In 30 min the paint had transferred to every individual and was on the faces of 3.
pic.twitter.com/1Ieb9ffehp— Spoon & Tamago (@Johnny_suputama) May 8, 2020
Í lok myndbandsins er sérstöku ljósi varpað á gestina til að sýna hvernig veiran dreifði sér á aðeins 30 mínútum. Myndbandið var gert af sjónvarpsstöðinni NKH í samstarfi við sérfræðinga í heilbrigðismálum.