Vísindamennirnir rannsökuðu 38 karla á aldrinum 15 til 50 ára. Veiran fannst í sæði sex þeirra. Fjórir þeirra voru mjög veikir á þeim tímapunkti en tveir voru á batavegi.
Vísindamennirnir benda á að rannsóknin hafi ekki verið stór og að frekari rannsókna sé þörf á þessu sviði. American Society for Reproductive Medicine segir að fólk eigi ekki að hafa áhyggjur af niðurstöðum rannsóknarinnar en að það geti verið skynsamlegt að sleppa því að hafa kynmök við karla þar til þeir hafa verið einkennalausir af COVID-19 smiti í 14 daga