Þetta segir Ahn-Za Hagström sérfræðingur hjá sænsku öryggislögreglunni Säpo. Í samtali við Sænska ríkisútvarpið sagði hún að öryggislögreglan telji að fólk, sem sagt er að sé látið, sé enn á lífi.
„Þegar allt kemur til alls þá getur markmið hjá þeim að láta sem þeir séu látnir og að þeir láti líta út fyrir það í samvinnu við ættingja sína.“
Öryggislögreglan fær oftast tilkynningar um andlát sænskra liðsmanna IS frá ættingjum þeirra. Í mörgum tilfellum hafa ættingjarnir fengið símhringingu þar sem þeim er tilkynnt að ættingi þeirra sé látinn.
Säpo reynir alltaf að fá staðfestingu á þessu en það getur oft verið mjög erfitt og reyndar útilokað og því er ekki hægt að útilokað að öfgasinnarnir séu á lífi.