Í tilefni af afmælisdeginum gerði breski háskólaprófessorinn Hassan Ugail tölvumynd af Madeleine sem hann segist „nokkuð viss um“ að sýni mjög vel hvernig hún lítur út í dag ef hún er á lífi.
Myndin var gerð með bestu mögulegu tölvutækni. Hún byggist á því að tölvan „lærir“ hvernig fólk eldist og tekur einnig útlit og líkindi annarra fjölskyldumeðlima með í reikninginn.
Í samtali við Daily Star sagði Ugail að notast hafi verið gríðarlega stóran gagnabanka með myndum af fólki af mörgum kynþáttum og báðum kynjum. Forritið hafi síðan verið látið læra algóryþma um öldrunarferlið.
„Þegar um hvítt fólk er að ræða vitum við að konur eldast öðruvísi en karlar og að hvítt fólk eldist allt öðruvísi en svart fólk eða fólk frá Asíu.“
Hann vonast til að myndin geti hugsanlega orðið til þess að einhver muni eftir því að hafa séð Madeleine á lífi og að lögreglan geti notað hana.
Talsmaður foreldra Madeleine hefur áður sagt að fjölskyldan tjái sig ekki um myndir sem sýna hvernig Madeleine líti hugsanlega út í dag og að fjölskyldan noti sjálf aðeins myndir sem breska lögreglan hefur samþykkt.