Tölurnar eru byggðar á rannsóknum á mótefni í fólki í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.
Í yfirlýsingu frá WHO er haft eftir Maria Van Kerkhove, farsóttafræðingi, að enn sé langt í land með að hjarðónæmi náist.
Þegar tölur um fjölda ónæmra voru teknar saman 20. apríl var hlutfall fólks með mótefni á milli tvö og þrjú prósent. Kerkhove segir að þetta bendi til að stór hluti almennings eigi enn á hættu að smitast af veirunni.
Rannsóknir á blóði 400 Norðmann í síðustu viku sýndu að tveir af hverjum hundrað höfðu myndað mótefni gegn veirunni. Þátttakendurnir voru valdir af handahófi, óháð því hvort þeir hefðu sýnt sjúkdómseinkenni eður ei.