fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Grípa til óvenjulegra aðgerða á skíðasvæði – Geyma snjóinn þar til í haust

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 07:01

Frá skíðasvæðinu í Levi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjórinn hefur ekki verið betri á finnska skíðastaðnum Levi síðustu 50 til 60 árin. Svo mikið snjóaði í vetur að 1,2 til 1,3 metrar af jafnföllnum snjó liggja nú yfir skíðabrekkunum. En lítið hefur verið um skíðafólk undanfarnar vikur vegna COVID-19 faraldursins. En rekstraraðilum staðarins finnst algjörlega ótækt að láta þennan góða snjó fara til spillis og því ætla þeir að geyma snjóinn þar til í haust.

Eflaust þykir mörgum þetta undarlegt enda ekki bara hægt að setja snjó í poka og geyma fram á haustið. En Marko Mustonen, framkvæmdastjóri Levi, er stórhuga eins og hann skýrði frá í samtali við BBC.

Hann ætlar að reyna að geyma um 150.000 rúmmetra af snjó þar til í haust til að geta lengt haustopnunina. Ef þetta gengur upp geta finnskir skíðamenn brugðið sér á skíði strax í október.

Starfsfólk skíðasvæðisins hefur nú í einn mánuði unnið baki brotnu við að safna 150.000 rúmmetrum af snjó sem einangrandi dúkur hefur nú verið lagður yfir. Hann á að sögn að geta varið snjóinn fyrir bæði rigningu og sumarhitum. Reiknað er með að bráðnunin verði aðeins 5 til 10 prósent fram á haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga