fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Flugvélar hefja sig til lofts

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 15:05

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. maí síðastliðinn voru 96.122 flugferðir farnar um allan heim samkvæmt upplýsingum Flightradar24. Þetta var mesti fjöldi flugferða á einum degi í sex vikur. 26. mars voru flugferðirnar tæplega 97.000 en síðan snarfækkaði þeim vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. 12. apríl var botninum náð en þá voru aðeins farnar 46.294 ferðir.

Check-in.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að 6. maí hafi fjöldi flugferðar farið yfir 90.000 en þá voru þær 90.071. Í síðustu viku var meðalfjöldi flugferða meiri en verið hefur vikum saman. Ástæðan fyrir aukningunni er að mörg flugfélög hafa byrjað áætlunarflug á nýjan leik.

Má þar nefna hollenska flugfélagið KLM sem byrjaði flug á átta leiðum í síðustu viku og Czech Airlines sem hefur sig til flugs næsta mánudag. Qatar Airways hefur byrjað flug á nokkrum leiðum og stefnir á að fljúga til 53 áfangastaða í maí.

Þýska flugfélagði Lufthansa hugsar sér einnig til hreyfings en það er nú með 80 vélar í notkun en ætlar að fjölga þeim í 160 frá 1. júní og fljúga til 106 áfangastaða.

En þrátt fyrir þetta þá er enn langt í land að fyrri umsvifum verði náð í flugi í heiminum en í febrúar voru að meðaltali farnar um 170. 000 flugferðir á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt

Góðar fréttir fyrir kjötætur – Ekki svo slæmt fyrir heilsuna að borða kjöt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast