Check-in.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að 6. maí hafi fjöldi flugferðar farið yfir 90.000 en þá voru þær 90.071. Í síðustu viku var meðalfjöldi flugferða meiri en verið hefur vikum saman. Ástæðan fyrir aukningunni er að mörg flugfélög hafa byrjað áætlunarflug á nýjan leik.
Má þar nefna hollenska flugfélagið KLM sem byrjaði flug á átta leiðum í síðustu viku og Czech Airlines sem hefur sig til flugs næsta mánudag. Qatar Airways hefur byrjað flug á nokkrum leiðum og stefnir á að fljúga til 53 áfangastaða í maí.
Þýska flugfélagði Lufthansa hugsar sér einnig til hreyfings en það er nú með 80 vélar í notkun en ætlar að fjölga þeim í 160 frá 1. júní og fljúga til 106 áfangastaða.
En þrátt fyrir þetta þá er enn langt í land að fyrri umsvifum verði náð í flugi í heiminum en í febrúar voru að meðaltali farnar um 170. 000 flugferðir á viku.