fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Ákærðir fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Kaupmannahöfn hafa ákært 15 manns í máli sem er væntanlega eitt stærsta fíkniefnamál Danmerkur frá upphafi. Ákært er fyrir smygl á 9 tonnum af kókaíni frá Hollandi, Belgíu og Þýskalandi frá 2012 fram á sumarið 2019. Nokkrir eru einnig ákærðir fyrir brot á vopnalöggjöfinni.

Annika Jensen, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet að lögreglan telji að hópurinn, sem var vel skipulagður og starfaði fagmannlega, hafi smyglað 50 kílóum af kókaíni til landsins í hverjum mánuði frá 2012.

Samkvæmt ákærunni smyglaði hópurinn 4,5 tonnum af kókaíni til landsins en þar sem það var svo sterkt var hægt að drýgja það og tvöfalda magnið áður en það var selt. Af þeim sökum er ákært fyrir smygl á 9 tonnum.

Auk smygls og vopnalagabrota eru sumir ákærðir fyrir peningaþvætti og hylmingu.

Fólkið er allt frá Albaníu og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðasta sumar. Málið var unnið í samvinnu við lögreglulið víða um Evrópu. Hald hefur verið lagt á fasteignir og bíla í Albínu að verðmæti sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“