fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Yfirvöld þrýstu mjög á hana en hún lét ekki undan – Bjargaði mannslífum með því

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 05:42

Hópurinn sem dvaldi allan sólarhringinn hjá heimilisfólkinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löngu áður en Ítalir áttuðu sig á hversu alvarlegur kórónuveirufaraldurinn er greip Manuela Massaroti, hjúkrunarforstjóri, til sinna ráða. Hún er hjúkrunarforstjóri á dvalarheimili aldraðra, Domus Patrizia, í Langbarðahéraði á Ítalíu en héraðið fór sérstaklega illa út úr faraldrinum.

Á dvalarheimilinu búa 84. Allt hófst þetta þann 21. febrúar  þegar staðfest var að hin bráðsmitandi kórónuveira, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, hafði borist til Ítalíu.

„Ég las um sjúkling núll í dagblöðunum og kallaði starfsfólkið strax á fund.“

Sagði Massarotti í samtali við Corriere Della Sera.

Hún sagði starfsfólkinu að hún hefði í hyggju að setja dvalarheimilið í algjöra einangrun sem átti að taka gildi samstundis og gilda allan sólarhringinn. Enginn mátti koma í heimsók, enginn mátti yfirgefa húsið. Starfsfólkið var þessu mótfallið og læknir dvalarheimilisins. En Massarotti tókst að sannfæra þau um skynsemina í þessu.

Dvalarheimilinu var því lokað fyrir öllum líkamlegum samskiptum við umheiminn.

„Þetta var bara hugboð. Ég gat ekki ímyndað mér hversu slæmt ástandið myndi verða. Ég hef stýrt þessu dvalarheimili í 30 ár og mikilvægasta verkefni mitt hefur alltaf verið að vernda íbúana. Í aðstæðum sem þessum skipta jafnvel nokkrar mínútur máli.“

Sagði hún í samtali við Corriere Della Sera.

Það virðist rökrétt og einföld ákvörðun að setja dvalarheimili, þar sem fólk á aldrinum 80 til 100 ára býr, í einangrun núna en það var ekki svo augljóst í febrúar.

Manuela Massaroti. Skjáskot:Corriere Della Sera

En Massarotti var ein fárra sem gripu til slíkra aðgerða. Kvöldið sem hún lokaði heimilinu myndaðist löng röð aðstandenda heimilismanna fyrir utan og voru ekki allir sáttir við ákvörðun Massarotti því enginn gat ímyndað sér hversu slæmt ástandið myndi verða.

En hægt og rólega fór fólk að átta sig á því. 7. mars ákváðu yfirvöld að banna allar heimsóknir á dvalarheimili og daginn eftir var samfélaginu nánast lokað algjörlega.

„Í dag fæ ég símtöl og tölvupósta frá fólki sem þakkar mér.“

Sagði Massarotti.

Hörð barátta

En hún þurfti að glíma við fleiri en ættingja og starfsfólk því frá 8. mars byrjuðu yfirvöld að þrýsta á hana um að taka nýtt fólk inn á heimilið til búsetu. En hún vék sér stöðugt undan því af ótta við að nýtt fólk gæti borið veiruna með sér.

Hún fékk rúmlega 20 símtöl á dag frá yfirvöldum sem lögðu hart að henni að taka við fólki en hún þráaðist við en sagðist hafa óttast að á endanum yrði henni skipað að taka við fólkinu.

„Ég þráaðist við. Líka af því að við höfðum enga möguleika á að setja smitaða í einangrun. Bara að einn smitaður kæmi inn hefði orðið mörgum að bana.“

Sagði hún.

Í átta vikur dvöldu 16 starfsmenn allan sólarhringinn á dvalarheimilinu til að annast heimilisfólkið. Starfsfólk í eldhúsi var algjörlega einangrað frá öðrum. Þessar ráðstafanir giltu þar til 4. maí þegar Ítalir fóru að opna samfélagið á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár