fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

„Mér finnst að Obama eigi að þegja“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 08:00

Mynd Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama, fyrrum forseti Bandaríkjanna, komst í fréttirnar í síðustu viku eftir að hann gagnrýndi viðbrögð Donald Trump, núverandi forseta, við kórónuveirufaraldrinum harðlega. Þetta sætti tíðindum því það er hefð í Bandaríkjunum að fyrrum forsetar haldi sig til hlés og tjái sig ekki mikið um eftirmenn sína.

Þetta hélt þó ekki aftur af Obama þegar hann ræddi um faraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donald Trump við honum á símafundi með Obama Alumni Association sem eru samtök fyrrum starfsmanna Obama og stuðningsfólks hans.

Bandarískir fjölmiðlar komust fljótt yfir upptökur af fundinum og skýrðu frá ummælum Obama. Þetta vakti að vonum litla hrifningu í herbúðum Donald Trump og stuðningsmanna hans sem hafa látið Obama heyra það óþvegið síðustu daga.

Mitch McConnell. Mynd:EPA-EFE/SHAWN THEW

Á Team Trump Online fundi kosningaherferðar Trump í gær, fundir sem eru sendir út á YouTube og Facebook, lét Mitch McConnell, áhrifamaður innan repúblikanaflokksins og leiðtogi öldungadeildar þingsins, Obama heyra það.

„Mér finnst að Obama forseti eigi að þegja. Við vitum að honum líkar ekki það sem þessi ríkisstjórn gerir, það er skiljanlegt. En í hreinskilni sagt þá finnst mér það ósmekklegt að gagnrýna þá ríkisstjórn sem tekur við af þinni.“

Sagði McConnell og benti á að George W. Bush og faðir hans, George Bush, hefðu sleppt því að gagnrýna eftirmenn sína úr röðum demókrata.

„Þú hafði tækifæri, þú varst þarna í átta ár. Mér finnst þessi hefð, sem Bush hratt af stað, góð.“

Það er Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump sem stýrir þessum þáttum. McConnell sagði í samtali við hana í gær að Obama og stjórn hans ættu að hluta sök á heimsfaraldrinum og hversu illa hefði gengið að takast á við hann í Bandaríkjunum. Stjórn hans hefði ekki skilið neitt eftir fyrir núverandi ríkisstjórn til að takast á við faraldurinn.

Trump hefur heldur ekki dregið af sér í að gagnrýna Obama eftir ummæli hans og skrifaði um 100 færslur á Twitter á sunnudag og mánudag. Hann sakaði Obama um eitt og annað í þessum færslum en færði ekki sönnur fyrir neinum af þessum ásökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum