Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér. Þar segir að enn sé unnið út frá þeirri kenningu að Anne-Elisabeth hafi verið myrt á heimili þeirra hjóna í Lørenskog í útjaðri Osló.
„Lögreglan telur enn að húsið á Sloraveien sé morðvettvangur. Enn á eftir að ljúka fleiri áföngum í rannsókninni.“
Segir meðal annars í fréttatilkynningunni þar sem haft er eftir Haris Hrenovica, saksóknara lögreglunnar, að allt verði gert til að finna Anne-Elisabeth og upplýsa hvað gerðist og hver beri ábyrgð.
Hinn maðurinn, sem var handtekinn, er þrítugur og hefur ákveðin tengsl við Tom Hagen. Þeir funduðu að minnsta kosti tíu sinnum áður en Anne-Elisabeth hvarf frá heimili sínu þann 31. október 2018. Ungi maðurinn er sérfræðingur í rafmyntum. Lögreglan er þess fullviss að hann eigi aðild að hvarfi Anne-Elisabeth.