fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dauðsföll af völdum COVID-19 hafa ekki verið færri í New York í sex vikur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 10:10

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru 207 andlát af völdum COVID-19 skráð í New York ríki og hafa ekki verið færri á einum degi síðan 27. mars. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær.

Bloomberg News skýrir frá þessu. Fram kemur að Cuomo muni í dag skýra nánar frá hvernig og hvenær verður byrjað að slaka á þeim hömlum sem hafa verið settar í ríkinu vegna faraldursins. Hann hafði áður látið hafa eftir sér að ekki yrði byrjað að slaka á takmörkununum fyrr en 15. maí í fyrsta lagi.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum þá hafa 26.641 látist af völdum COVID-19 í New York. Ríkið er því það ríki Bandaríkjanna sem hefur orðið verst úti í faraldrinum. Í nágrannaríkinu New Jersey hafa næstflestir látist af völdum sjúkdómsins eða 9.300.

Á laugardaginn létust 226 af völdum sjúkdómsins í New York og 207 í gær eins og fyrr segir. Þetta var tíunda daginn í röð sem dauðsföllin voru á milli 200 og 300.

Innlögnum á sjúkrahús hefur einnig fækkað og sjúklingum á gjörgæsludeildum hefur einnig fækkað. Það er því að sjá sem faraldurinn sé á undanhaldi í ríkinu. Um helmingur 19 milljóna íbúa þess býr í New York borg þar sem meirihluti dauðsfallanna hefur átt sér stað, stór hluti þeirra á dvalarheimilum aldraðra og sjúkra. Frá 1. mars hafa tæplega 5.400 íbúar á dvalarheimilum í New York látist af völdum COVID-19. Þetta er um 20% af dauðsföllunum í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga