Vísindamenn hafa lengi vitað að risaeðlur söfnuðust saman við þessa kletta. Fjallað er um þá og sögu þeirra í grein á vef Sciencealert.
„Þetta hefur hugsanlega verið hættulegasti staðurinn í sögu jarðarinnar. Staður þar sem tímaferðalangar myndu ekki þrauka lengi.“
Er haft eftir Nizar Ibrahim, steingervingafræðingi við University of Detroit Mercy.
Ásamt samstarfsfólki sínu rannsakaði hann alla þekkta steingervinga af risaeðlum sem hafa fundist á svæðinu. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra reyndist vera af kjötætum. Meðal annars eru steingervingar fjögurra stórra ráneðlutegunda en víðast annarsstaðar finnast bara leifar af einni eða tveimur tegundum.
Auk þess eru steingervingar af minnst þremur af tíu stærstu tegundum ráneðla meðal þeirra sem hafa fundist í Kem Kem segir í rannsókninni.
Rannsóknin hefur verið gefin út í vísindaritinu ZooKeys.