Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að það vænti þess að hægt verði að hefja flug að einhverju leyti í júlí en áður hafði verið vonast til að það yrði hægt í júní. Félagið reiknar með að ná að flytja um 22 milljónir farþega á öðrum ársfjórðungi en hafði áður áætlað að þeir yrðu 44 milljónir.
Fram kemur að félagið telji að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2022 sem eftirspurn og verð á flugmiðum verði komið í eðlilegt horf.
Félagið er eitt fjölmargra evrópskra flugfélaga sem hafa þurft að segja upp starfsfólki vegna áhrifa heimsfaraldursins.