Samkvæmt frétt The Sun þá skýrði David Falk, umboðsmaður Jordan, frá þessu. Hann sagði að Jordan hafi fengið tilboð frá nokkrum filippeyskum konum upp á sjö milljónir dollara, sem svarar til um eins milljarðs íslenskra króna, fyrir að taka þátt í golfmóti. Hann afþakkaði boðið.
„Fyrir þremur árum fékk ég tilboð upp á 100 milljónir dollara (sem svara til um 14 milljarða íslenskra króna, innsk.blaðamanns). Það eina sem hann þurfti að gera var að mæta með nafnið sitt og þann vingjarnlega persónuleika sem hann er í tvær klukkustundir. Það vildi hann ekki.“
En Jordan er ekki á flæðiskeri staddur og hefur líklegast ekki séð neina þörf fyrir þessa peninga. Hann fær sem svarar til um 15 milljarða íslenskra króna á ári fyrir samtarfið við Nike sem framleiðir Nike Air Jordan vörur.
Talið er að eignir Jordan séu sem nemur um 300 milljörðum íslenskra króna.