fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hafnaði tilboði um tveggja tíma vinnu – Átti að fá 14 milljarða fyrir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. maí 2020 19:30

Michael Jordan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru eflaust ekki margir sem myndu hafna því að fá sem svarar til 14 milljarða íslenskra króna fyrir tveggja tíma vinnu, ekki einu sinni auðjöfrar. En það gerði körfuboltamaðurinn Michael Jordan eitt sinn.

Samkvæmt frétt The Sun þá skýrði David Falk, umboðsmaður Jordan, frá þessu. Hann sagði að Jordan hafi fengið tilboð frá nokkrum filippeyskum konum upp á sjö milljónir dollara, sem svarar til um eins milljarðs íslenskra króna, fyrir að taka þátt í golfmóti. Hann afþakkaði boðið.

„Fyrir þremur árum fékk ég tilboð upp á 100 milljónir dollara (sem svara til um 14 milljarða íslenskra króna, innsk.blaðamanns). Það eina sem hann þurfti að gera var að mæta með nafnið sitt og þann vingjarnlega persónuleika sem hann er í tvær klukkustundir. Það vildi hann ekki.“

En Jordan er ekki á flæðiskeri staddur og hefur líklegast ekki séð neina þörf fyrir þessa peninga. Hann fær sem svarar til um 15 milljarða íslenskra króna á ári fyrir samtarfið við Nike sem framleiðir Nike Air Jordan vörur.

Talið er að eignir Jordan séu sem nemur um 300 milljörðum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti