fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Tæplega 2.000 létust af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 04:32

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum, frá því klukkan 3 í nótt að íslenskum tíma, höfðu 12.895 manns látist af völdum COVID-19 þar í landi. Þar af létust 1.972 síðustu 24 klukkustundirnar.

Sólarhringinn á undan létust 1.280 manns. Aukningin á milli sólarhringa nemur því 54 prósentum. CNN segir að mörg þessara dauðsfalla hafa verið í New York. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld í New York að 731 hefði látist af völdum veirunnar síðasta sólarhring. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, sagði þá að  þetta væri mesti fjöldi dauðsfalla, af völdum veirunnar, sem skráð hefðu verið á einum degi. Hann benti um leið á að dánartalan væri síðbúin vísbending um útbreiðslu veirunnar og sagði að ástandið væri ekki svo slæmt hvað varðar fjölda innlagna á sjúkrahús. Yfirvöld í ríkinu telja að smitkúrvan sé að ná jafnvægi og hækki hægar en áður vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í ríkinu.

Um 400.000 manns hafa greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum. Um 22.000 hafa náð sér. Yfirvöld reikna þó með að tala smitaðra sé mun hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Í gær

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold