Yonhap fréttastofan skýrir frá þessu. heilbrigðisyfirvöld segja að allir sjúklingarnir séu frá Daegu, sem er fjórða stærsta borg landsins, og Gyenongsang héraðinu. Allir voru í einangrun á meðan sjúkdómurinn gekk yfir.
Jeong Eun-kyeong, forstjóri smitsjúkdómastofnunar landsins, segir að langlíklegast sé að veiran hafi legið í dvala í frumum og hafi síðan virkjast á nýjan leik. Telja yfirvöld að fólkið hafi ekki smitast á nýjan leik. Frekar rannsóknir eru nú hafnar á sjúklingunum til að hægt sé að ganga úr skugga um að veiran hafi virkjast á nýjan leik.