Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins þá reyndist helmingur 50 starfsmanna deildarinnar vera smitaður.
Fimm til tíu þeirra höfðu engin eða lítil einkenni sjúkdómsins þegar sýnin voru tekin. Venjulega hefðu sýni ekki verið tekin úr þeim að sögn Britt Åkerlind smitsjúkdómalæknis.
„Við vitum að sjúkdómurinn hefur mörg birtingaform og sumir fá næstum engin einkenni, annað en kannski smá höfuðverk og stíflaðar nasir.“
Sagði hún í samtali við Sænska ríkisútvarpið.
Sýni hafa verið tekin úr 54.700 Svíum og 7.693 smit hafa verið staðfest. Tæplega 600 hafa látist til þessa.