fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Pressan

Yfirfull líkhús á sænskum sjúkrahúsum – Lík geymd í matargeymslu og á gólfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 08:01

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmta hundrað Svíar hafa látist af völdum COVID-19 til þessa. Þetta veldur auknu álagi á líkhús sjúkrahúsa landsins og ekki bætir það ástandið að margir vilja ekki láta jarðsetja hina látnu strax vegna þess hversu miklar takmarkanir eru á fjölda þeirra sem mega vera viðstaddir útfarir.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að á Karólínska sjúkrahúsinu í Solna séu lík nú geymd í kæli sem hefur verið notaður undir mat. Blaðið hefur eftir heimildamanni, sem starfar á sjúkrahúsi í Stokkhólmi, að líkum sé staflað þar og sum geymd á gólfinu.

Við venjulegar aðstæður er tekið við 5-6 líkum hvern dag í líkhúsum sjúkrahúsa í Stokkhólmi. Í gær, mánudag, voru það hinsvegar 25 lík frá Danderyd sjúkrahúsinu sem þurfti að taka við auk á fjórða tug líka frá Karólínska sjúkrahúsinu. Nótt eina í síðustu viku létust 17 á einu sjúkrahúsanna og var að sögn heimildamanns erfitt að meðhöndla líkin af þeirri varfærni og virðingu sem krafist er.

Í fyrrgreindum kæli, sem áður var notaður undir mat, á Karólínska sjúkrahúsinu í Solna eru nú geymd 100 til 150 lík frá öðrum sjúkrahúsum. Líkin eru í pokum og mörg í hverju rúmi. Þegar rúmpláss verður búið er næsta skref að setja þau á gólfið sagði heimildamaður Aftonbladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“