fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Samsæriskenningum um COVID-19 eru engin takmörk sett – Ótrúleg kenning gengur fjöllunum hærra

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 06:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðast lítil sem engin takmörk á hugmyndaauðgi þegar kemur að samsæriskenningum um COVID-19 faraldurinn. Ein þeirra kenninga sem nú „njóta“ mikillar hylli gengur út á að 5G farsímasendar eigi hlut að máli hvað varðar útbreiðslu COVID-19.

5G tæknin hefur lengi verið þyrnir í augum lítils en ákafs hóps fólks sem telur að mannkyninu og náttúrunni stafi mikil ógn af 5G. Meðal þeirra sem hafa dreift þessari samsæriskenningu er bandaríski leikarinn Woody Harrelson sem hefur deilt færslu um að 5G eigi ekki bara sök á útbreiðslu faraldursins heldur einnig hversu há dánartíðnin er af hans völdum.

Bresk yfirvöld telja að samsæriskenningasmiðir og stuðningsfólk þeirra hafi nú gengið of langt því skemmdarverk hafa verið unnin á 5G sendum að undanförnu. Auk þess hefur verið haft í hótunum við þekkt fólk.

„5G kenningin er algjört kjaftæði. Þetta er bull. Þetta er versta útgáfa falsfrétta.“

Hefur The Guardian eftir Stephen Powis yfirlækni hjá bresku heilbrigðisyfirvöldunum.

„Farsímakerfin eru algjör nauðsyn fyrir okkur. Sérstaklega á þessum tímum þar sem við biðjum fólk að vera heima og ekki hitta ættingja og vini. Ég á ekki nægilega sterk orð til að fordæma þetta.“

Sagði hann einnig.

Joe Anderson, borgarstjóri í Liverpool, hefur kært hótanir, sem honum hafa borist, til lögreglunnar. Þær fékk hann eftir að hann sagði við fjölmiðla að 5G-lygarnar væru undarlegar. Liverpool er einmitt ein þeirra borga þar sem skemmdarverk hafa verið unnin á 5G sendum, kveikt hefur verið í þeim.

Bresk yfirvöld hafa nú beðið samfélagsmiðla á borð við Facebook og YouTube um að fjarlægja samsæriskenningar um tengsl 5G og COVID-19 og myndbönd af skemmdarverkunum á 5G sendunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga