CNN skýrir frá þessu. Lestarkerfi landsins er 67.000 kílómetrar og Indian Railways fer að jafnaði 20.000 ferðir á sólarhring. En nú liggja ferðir með farþega niðri og er það í fyrsta sinn í 167 ár sem það gerist. Indveska lestarkerfið er elsta lestarkerfið í Asíu. Verið er að breyta um 20.000 gömlum lestarvögnum í sjúkrastofur til að taka á móti COVID-19 sjúklingum.
Indverska lestarkerfið er það fjórða stærsta í heiminum og Indian Railways er stærsti vinnuveitandi landsins að sögn CNN. Fyrirtækið starfrækir meðal annars 125 sjúkrahús og hefur því reynslu og þekkingu til að setja upp færanlegar sjúkramóttökur í lestarvögnum.
Skortur er á hjúkrunarrýmum í landinu en fyrir COVID-19 faraldurinn voru þar aðeins 0,5 sjúkrarúm á hverja 1.000 íbúa.