U.S. National Library of Medicine skýrir frá þessu og hvetur heilbrigðisstarfsfólk til að vera á varðbergi gagnvart COVID-19 smituðum einstaklingum með „breytt meðvitundarstig“.
Í fréttatilkynningu, sem var birt á heimasíðu Henry Ford Health System, er haft eftir Elissa Fory, taugalækni, að það sé mjög mikilvægt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vera meðvitað um þetta og athuga hvort meðvitundarstig sjúklinga breytist.
Konan hafði að sögn verið með hósta í þrjá daga og hafði verið með hita og það sem læknar lýsa sem „breytt meðvitundarstig“ þegar hún leitaði til læknis. Hún var mjög ringluð og átti erfitt með að átta sig á hlutum.
Dæmigerð einkenni bráðaheilahimnubólgu eru höfuðverkur, pirringur, vanlíðan, skert andleg starfsemi, ljósfælni, minnisvandamál, persónuleikabreytingar, einbeitingarskortur og/eða krampar.
Konan var flutt á sjúkrahús 19. mars þar sem myndir voru teknar af heila hennar. þá kom í ljós að heilinn hafði orðið fyrir tjóni og blætt hafði inn á svæði sem tengjast hugrænni starfsemi og minni.
Ástand konunnar er mjög alvarlegt og liggur hún enn á sjúkrahúsi.