fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fyrsta hitabylgja sögunnar á Suðurskautinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 17:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsvísindamenn hafa skráð fyrstu hitabylgju sögunnar á Suðurskautinu. Hún gekk yfir svæði þar sem rannsóknarstöð er til húsa í austurhluta álfunnar. Segja vísindamennirnir að svona hár hiti geti haft mikil áhrif á dýra- og plöntulíf á svæðinu.

Það voru vísindamenn, sem starfa á vegum áströlsku Suðurskautsáætlunarinnar, sem mældu hitann í Casey rannsóknarstöðinni sem er á norðurhluta Baileyskagans á Budd Coast frá 23. til 26. janúar en þá er sumar á þessum slóðum.

Á þessum dögum mældist hæsti hiti sögunnar í stöðinni eða 9,2 gráður. Hitastigið fór aldrei niður fyrir frostmark þessa daga og var oft yfir 7,5 gráðum.

Skýrt var frá þessu í grein um rannsókn vísindamannanna sem var birt í Global Change Biology tímaritinu á þriðjudaginn. Vísindamennirnir segja að hiti yfir frostmarki hraði bráðnun íss. Hröð hlýnun hefur átt sér stað í heimsálfunni vegna mengunar af völdum okkar manna.

Hæsti hiti sem hefur mælst í heimsálfunni er 18,3 gráður en hann mældist í norðurhluta hennar í febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga