Það voru vísindamenn, sem starfa á vegum áströlsku Suðurskautsáætlunarinnar, sem mældu hitann í Casey rannsóknarstöðinni sem er á norðurhluta Baileyskagans á Budd Coast frá 23. til 26. janúar en þá er sumar á þessum slóðum.
Á þessum dögum mældist hæsti hiti sögunnar í stöðinni eða 9,2 gráður. Hitastigið fór aldrei niður fyrir frostmark þessa daga og var oft yfir 7,5 gráðum.
Skýrt var frá þessu í grein um rannsókn vísindamannanna sem var birt í Global Change Biology tímaritinu á þriðjudaginn. Vísindamennirnir segja að hiti yfir frostmarki hraði bráðnun íss. Hröð hlýnun hefur átt sér stað í heimsálfunni vegna mengunar af völdum okkar manna.
Hæsti hiti sem hefur mælst í heimsálfunni er 18,3 gráður en hann mældist í norðurhluta hennar í febrúar.