fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Yahya Hassan er látinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 17:30

Yahya Hassan. Mynd:Wikipedia.dk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ljóðskáldið Yahya Hassan er látinn, 24 ára að aldri. Honum skaut upp á stjörnuhiminni árið 2013 þegar hann gaf út ljóðabókina Yahya Hassan. Hún seldist í 120.000 eintökum og var þýdd á fjölda tungumála. Aldrei áður hefur fyrsta ljóðabók höfundar selst svo vel í Danmörku. Í ljóðum sínum gagnrýndi Hassan samfélag múslima harðlega, hann var sjálfur múslimi, og þurfti hann vernd lögreglunnar eftir útgáfu bókarinnar.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá fannst Hassan látinn á heimili sínu í Árósum í gær. Lögreglan segir að ekki sé talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Útgáfufyrirtæki Hassan staðfesti síðan andlát hans síðdegis.

Hann ólst upp í vesturhluta Árósa í hverfi þar sem margir innflytjendur búa og félagsleg vandamál eru mikil. Hverfið var miðpunktur margra ljóða hans. Hann var hafinn til skýjanna fyrir ljóð sín og sagður vera ein skærasta stjarnan í dönskum bókmenntum.

Hann gaf út ljóðabókina Yahya Hassan 2 árið 2019. Hann var reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla en hann glímdi við andleg veikindi og dvaldi um hríð á geðsjúkrahúsi. Hann afplánaði einnig fangelsisdóm fyrir ýmis afbrot. Sjálfur gaf hann í skyn í myndböndum á Facebook að hann hefði blandast inn í átök glæpagengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
Pressan
Í gær

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?