Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá fannst Hassan látinn á heimili sínu í Árósum í gær. Lögreglan segir að ekki sé talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Útgáfufyrirtæki Hassan staðfesti síðan andlát hans síðdegis.
Hann ólst upp í vesturhluta Árósa í hverfi þar sem margir innflytjendur búa og félagsleg vandamál eru mikil. Hverfið var miðpunktur margra ljóða hans. Hann var hafinn til skýjanna fyrir ljóð sín og sagður vera ein skærasta stjarnan í dönskum bókmenntum.
Hann gaf út ljóðabókina Yahya Hassan 2 árið 2019. Hann var reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla en hann glímdi við andleg veikindi og dvaldi um hríð á geðsjúkrahúsi. Hann afplánaði einnig fangelsisdóm fyrir ýmis afbrot. Sjálfur gaf hann í skyn í myndböndum á Facebook að hann hefði blandast inn í átök glæpagengja.