Í umfjöllun CNN og Washington Post kemur fram að fólkið hafi verið með væg einkenni sjúkdómsins og hafi ekki verið með neina undirliggjandi sjúkdóma eða verið í áhættuhópi af öðrum ástæðum.
Læknar hjá Mount Sinai Health System í New York telja sig hafa fundið sannanir fyrir að COVID-19 valdi því að blóðið storknar á óvenulegan hátt og það geti leitt til blóðtappa og heilablóðfalla hjá sjúklingum sem hafa aldrei áður fengið slíkt.
„Það er eins og veiran geti valdið aukinni storknun í stóru æðunum sem veldur síðan alvarlegum blóðtöppum.“
Sagði taugaskurðlæknirinn Thomas Oxley í samtali við CNN. Hann sagði að skýrslur hans og starfsbræðra hans sýni að á síðustu tveimur vikum hafi þeir glímt við sjö sinnum fleiri tilfelli blóðtappa hjá fólki yngra en 50 ára en áður en faraldurinn gaus upp.