fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Sérfræðingar leiðrétta mýtur um sykurlausa gosdrykki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 05:45

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir fita þig. Þú færð krabbamein. Þú eyðileggur tennurnar. Þetta eru nokkrar af þeim mýtum um sykurlausa gosdrykki sem margir hafa eflaust heyrt. Nú hafa nokkrir danskir sérfræðingar skotið margar af mýtunum um sykurlausa gosdrykki niður en Danska ríkisútvarpið var með ítarlega umfjöllun um málið nýlega.

Í umfjölluninni kemur fram að margir sérfræðingar telja að sykurlausir gosdrykkir séu hollari en hefðbundnu útgáfurnar með sykri.

Ein af mýtunum um sykurlausu drykkina er að sætuefnin í þeim geri fólk svengra en ella og auki löngun þess í sætindi. Þessu vísar Randi Tobberup, klínískur næringarfræðingur á háskólasjúkrahúsinu í Álaborg, á bug. Hún sagðist oft fá sjúklinga sem hafa áhyggjur þegar þeim er ráðlagt að skipta sykruðum gosdrykkjum út með sykurlausum.

„Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur sjálfur lent í því að borða meiri sætindi eftir að hafa til dæmis drukkið sykurlausan gosdrykk. Þvert á móti segja sumir að það dragi úr lönguninni.“

Sagði hún í samtali við Danska ríkisútvarpið sem segir að niðurstöður rannsókna styðji þetta. Á níunda áratugnum voru nokkrar rannsóknir gerðar, sem sýndu tengsl á milli sætuefna og löngunar í sætindi, en niðurstöður nýrri rannsókna hafa ekki staðfest þetta segir í umfjöllun miðilsins. Fram kemur að þvert á móti sýni niðurstöður nýrri rannsókna að það geti verið góð hugmynd að skipta sykruðum gosdrykkjum út með sykurlausum ef fólk vill léttast.

Rætt var við nokkra sérfræðinga um þá kenningu að sætuefnið aspartam valdi krabbameini og sögðu þeir þetta ekki vera rétt. Danska matvælaeftirlitið er sömu skoðunar og segir enga hættu fylgja því að drekka sykurlausa gosdrykki eða neyta annarra drykkja eða matvæla sem innihalda sætuefni.

Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins að tennur fólks fari ekki eins illa út úr því að drekka sykurlausa gosdrykki og sykraða því sætuefnin skemmi tennurnar ekki eins mikið og sykur en tekið er fram að sykurlausir gosdrykkir séu samt sem áður ekki góðir fyrir tennurnar.  Eins og aðrir súrir drykkir valda þeir tjóni á glerungnum.

Sérfræðingarnir höfðu áhyggjur, þó ekki miklar, af áhrifum sætuefna á bakteríuflóru þarmanna. Oluf Borbye Pedersen, hjá Kaupmannahafnarháskóla, lagði þó áherslu á að ekki væri enn hægt að segja með vissu hvort sætuefnin séu hættuleg fyrir þarmaflóruna og þar með fyrir heilbrigði fólks. Þetta eigi þó ekki við um þá sem þjást af sjúkdómi í þörmunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans