Lögreglan skýrði frá málinu á fréttamannafundi síðdegis. Þar kom fram að maðurinn sé grunaður um að hafa ætlað að útvega sér vopn og vera að undirbúa eitt eða fleiri hryðjuverk í landinu. Talið er að hann hafi verið einn að verki og að hann sé undir áhrifum öfgasinnaðrar íslamskrar hugmyndafræði. Lögreglan vildi ekki veita upplýsingar um manninn að svo stöddu né hvar hann hafði í hyggju að láta til skara skríða.
Gæsluvarðhalds verður krafist yfir manninum.
Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, sagði síðdegis að maðurinn hafi hugsanlega ætlað að skjóta á almenna borgara á almannafæri.