fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Fjölskylda Tom Hagen telur hann saklausan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:30

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi og jafnvel morði á eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hefur verið saknað síðan í október 2018. Hann neitar sök en hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Í dag var Ståle Kihle tilnefndur sem lögmaður barna þeirra hjóna. Í samtali við TV2 sagði hann að börnin væru sannfærð um að faðir þeirra sé saklaus og séu þau öll þrjú sammála um það. Hann sagði að málið hafi haft mikil áhrif á þau síðan móðir þeirra hvarf og ekki hafi handtakan í gær og grunurinn um að faðir þeirra hafi staðið að baki hvarfi móður þeirra bætt úr skák.

Þegar Tom Hagen var úrskurðaður í gæsluvarðhald lagði lögreglan ýmis skjöl fram sem lögreglan telur sýna að hann tengist hvarfi eiginkonunnar. Skjölin eru svo leynileg að hann varð að yfirgefa dómssalinn þegar þau voru lögð fram.

Verjandi hans, Svein Holden, segir gögn lögreglunnar vera veik og gæsluvarðhaldsúrskurðinn kveðinn upp á veikum grunni. Hann hefur verið kærður til æðra dómsstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti