fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Arnfinn myrti 22 íbúa á hjúkrunarheimili

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 06:59

Arnfinn Nesset.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1983 var Arnfinn Nesset dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar sem norsk lög leyfa eða 21 árs fangelsi fyrir 22 morð. Hann er líklegast stórtækasti raðmorðingi norskrar sögu. Hann hefur nú afplánað dóminn og gengur laus en býr undir dulnefni á ónefndum stað. Hann er nú 83 ára.

Arnfinn var virðulegur tveggja barna faðir úr Þrændalögum. Hann var menntaður hjúkrunarfræðingur. 1975 var hann ráðinn sem hjúkrunarforstjóri á hjúkurnarheimilinu í Orkdal. Í upphafi ríkti mikil ánægja með hann og störf hans og var hann sagður einstakur. Hann var hjálpsamur og skilningsríkur. Vinir hans segja að hann hafi verið mjög trúaður og hafi sýnt öðru fólki áhuga og viljað því hið besta.

Nýlega var fjallað um mál Arnfinn í þættinum „Seriemorderen í Orkdal“ sem TV2 sýndi. Fram kom að 1977 hafi ákveðnar grunsemdir vaknað á hjúkrunarheimilinu. Hjúkrunarfræðingarnir töldu að mörg andlát heimilisfólks hafi verið mjög óvænt, nánast eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það sem tengdi dauðsföllin var að Arnfinn hafði heimsótt sjúklingana rétt áður en þeir létust. Hjúkrunarfræðingarnir voru ragir við að skýra frá grunsemdum sínum án þess að hafa sterkar sannanir. Þegar upp komst í nóvember 1980 að Arnfinn hefði sankað að sér miklu magni af lyfinu Curacit var stjórn hjúkrunarheimilisins gert viðvart.

Curacit er lyf sem ekki er notað á hjúkrunarheimilum en einn millilítri af því getur banað manneskju á 90 sekúndum.

Í janúar 1981 hóf lögreglan rannsókn á málinu. Arnfinn sagðist hafa orðið sér úti um lyfið til að aflífa hund nágranna síns. Þessi framburður þótti ekki trúverðugur.

Eftir að hafa verið yfirheyrður í samtals 967 klukkustundir játaði Arnfinn að hafa orðið 30 manns að bana. Þegar hann hafði rætt við verjanda sinn dró hann allar játningarnar aftur og neitaði sök fyrir dómi. Hann sagðist hafa verið beittur þrýstingi í yfirheyrslunum.

Í mars 1983 var dómur kveðinn upp yfir Arnfinn eftir fimm mánaða löng réttarhöld. Hann var eins og áður sagði sakfelldur fyrir 22 morð og dæmdur í 21 árs fangelsi.

Arnfinn fékk reynslulausn 1993 eftir að hafa setið í 12 ár í fangelsi, að gæsluvarðhaldi meðtöldu. Hann var fyrirmyndarfangi í öll þessi ár. Hann er nú 83 ára og býr undir nýju nafni á óþekktum stað. Hann var sakfelldur þrátt fyrir að engin bein sönnunargögn lægju fyrir en ákæruvaldið byggði málflutning sinn á óbeinum sönnunum. Arnfinn neitaði sök fyrir dómi og var því ekki spurður af hverju hann hefði banað fólkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum

Þeir vildu ekki vera aðskildir en það endaði með ólýsanlegum hörmungum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi