Hann hefur því hvatt íbúa borgarinnar, sem eru 11 milljónir, til að herða á smitvörnum sínum og forðast eins og hægt er að yfirgefa heimili sín.
Fyrstu smittilfellin uppgötvuðust í Wuhan í lok síðasta árs. Í janúar var fjöldi smitaðra og látinna orðinn svo mikill að yfirvöld lokuðu borginni af til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina.
Borgin hefur nú verið opnuð á nýjan leik fyrir samskipti við umheiminn og yfirvöld segja að þau hafi stjórn á faraldrinum. En þau óttast greinilega að hann geti farið úr böndunum á nýjan leik.