Heilbrigðisyfirvöld í Stokkhólmi ætla að virkja sérstakt ákvæði um viðbrögð á hættutímum fyrir starfsfólk á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa í borginni. Í ákvæðinu felst að í heilan mánuð verður venjuleg vinnuvika starfsfólksins 48 klukkustundir. Á móti verður tímakaupið hækkað í 220 prósent af venjulegu tímakaupi.
Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi verið tilkynnt á fréttamannafundi í gær.
„Þetta er einstök aðgerð því við erum í miðjum stórum faraldri.“
Sagði Irene Svenonius, formaður svæðisráðs borgarinnar, á fundinum.