Þetta var þriðji dagurinn í röð sem fleiri en 800 létust af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn létust 884 af hennar völdum sem var þá mesti fjöldi látinna á einum degi. Aukninginn á milli daga nemur 32 prósentum. 1.169 dauðsföll eru einnig mesti fjöldi andláta af völdum veirunnar í heiminum á einu degi til þessa. Ítalía átti áður þetta sorglega met en þar létust 969 á einum sólarhring þann 27. mars.
Í heildina hafa tæplega 6.000 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. 244.000 smit hafa verið staðfest. Rúmlega 9.000 hafa náð sér. Á aðeins 24 klukkustundum fjölgaði staðfestum smitum um 30.000.
Á heimsvísu hafa rúmlega 52.000 manns látist af völdum veirunnar. Flestir hafa látist á Ítalíu eða rúmlega 13.000, næstflestir á Spáni eða rúmlega 10.000 og Bandaríkin eru í þriðja sæti.