fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Pressan

Sjúkraskip átti að létta undir með sjúkrahúsum í New York – Aðeins 20 lagðir inn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 22:00

U.S.N.S. Comfort. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn lagðist U.S.N.S. Comfort, sjúkraskip frá bandaríska flotanum, að bryggju í New York til að létta álaginu á sjúkrahúsin í borginni en þar er ástandið skelfilegt vegna COVID-19 faraldursins. Á fimmtudaginn höfðu aðeins 20 sjúklingar verið fluttir um borð í skipið. Ástæðurnar eru öryggismál og skrifræði.

New York Times skýrir frá þessu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta brandari. Við erum í erfiðum aðstæðum hér, þetta er vígvöllur.“

Sagði Michael Dowling, forstjóri Northwell Health sem eru samtök flestra sjúkrahúsa í borginni.

Þegar Comfort var sent til New York var sagt að það ætti að létta á sjúkrahúsum borgarinnar með því að taka við sjúklingum sem ekki eru smitaðir af COVID-19. Til að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist um borð þarf fyrst að leggja sjúklingana formlega inn á sjúkrahús í borginni þar sem rannsakað er hvort þeir séu smitaðir. Síðan er hægt að fara að huga að því að senda þá til Comfort. Þetta eykur auðvitað álagið á sjúkrabílaþjónustu borgarinnar sem hefur fyrir í nægu að snúast.

Ekki má flytja sjúklinga um borð sem eru með einhvern af 49 ákveðnum sjúkdómum sem eru skilgreindir sérstaklega. COVID-19 er einn af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana

Settu 25 kg ferðatösku ofan á rúmið til að halda barninu í því – Það kramdist til bana
Pressan
Í gær

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“

Baráttuandi meðal ríkisstarfsmanna Bandaríkjanna sem ætla að verja lýðræðið – „Við eigum í stríði“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa

Stærsti ísjaki heims stefnir á eyju eina og gæti ógnað lífi milljóna mörgæsa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku

Nýtt hættumat – Mikil ógn steðjar að Danmörku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa

Trump vill senda 30 þúsund innflytjendur til Guantánamoflóa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold

Vill banna sjálfsfróun – Segir að frjóvgunarferlið hefjist þegar karlmanni rís hold