fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sjúkraskip átti að létta undir með sjúkrahúsum í New York – Aðeins 20 lagðir inn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 22:00

U.S.N.S. Comfort. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn lagðist U.S.N.S. Comfort, sjúkraskip frá bandaríska flotanum, að bryggju í New York til að létta álaginu á sjúkrahúsin í borginni en þar er ástandið skelfilegt vegna COVID-19 faraldursins. Á fimmtudaginn höfðu aðeins 20 sjúklingar verið fluttir um borð í skipið. Ástæðurnar eru öryggismál og skrifræði.

New York Times skýrir frá þessu.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er þetta brandari. Við erum í erfiðum aðstæðum hér, þetta er vígvöllur.“

Sagði Michael Dowling, forstjóri Northwell Health sem eru samtök flestra sjúkrahúsa í borginni.

Þegar Comfort var sent til New York var sagt að það ætti að létta á sjúkrahúsum borgarinnar með því að taka við sjúklingum sem ekki eru smitaðir af COVID-19. Til að koma í veg fyrir að COVID-19 smit berist um borð þarf fyrst að leggja sjúklingana formlega inn á sjúkrahús í borginni þar sem rannsakað er hvort þeir séu smitaðir. Síðan er hægt að fara að huga að því að senda þá til Comfort. Þetta eykur auðvitað álagið á sjúkrabílaþjónustu borgarinnar sem hefur fyrir í nægu að snúast.

Ekki má flytja sjúklinga um borð sem eru með einhvern af 49 ákveðnum sjúkdómum sem eru skilgreindir sérstaklega. COVID-19 er einn af þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga