Margir vísindamenn hafa bent á að COVID-19 gæti hafa borist í menn frá dýrum. Það rennir stoðum undir þessa kenningu að mörg af fyrstu smittilfellunum í Kína fundust meðal fólks sem hafði verið á dýramarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraðinu.
„Hundar og kettir eru miklu tengdari fólki en önnur dýr því þetta eru vinsæl gæludýr. Bann við neyslu hunda og katta er algengt í þróuðum ríkjum.“
Segir í tilkynningu frá borgaryfirvöldum.