Samkvæmt henni fengi Biden 50 prósent atkvæða ef kosið yrði nú en Trump 40 prósent. Ef þriðji valmöguleikinn er tekinn með þá fengi Biden 44 prósent atkvæða, Trump 38 prósent og 9 prósent kjósenda væru óákveðnir.
Niðurstaða könnunarinnar er svipuð og niðurstöður annarra kannanna að undanförnu sem hafa sýnt Biden með 2 til 14 prósentustiga forskot á Trump. Biden hefur þó verið í nokkrum mótvindi að undanförnu vegna ásakana Tara Reade, fyrrum starfskonu hans, um kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Biden vísar þessum ásökunum á bug en innan demókrataflokksins eru uppi raddir um að það þurfi að rannsaka þessar ásakanir.
Trump hefur að undanförnu reynt að ná betur til þjóðarinnar í gegnum sjónvarp og höfða til hins sterka kjarna stuðningsmanna sinna í repúblikanaflokknum. COVID-19 faraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Trump við honum hafa verið heitt umræðuefni í Bandaríkjunum að undanförnu og þá sérstaklega hvort Trump og stjórn hans hafi brugðist rétt við eða hvort mistök hafi verið gerð. Biden hefur einmitt beint sjónum sínum að þessu og notfært sér í baráttunni að undanförnu.