fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Afgerandi niðurstaða skoðanakönnunar fyrir bandarísku forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 07:59

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er hálft ár þangað til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu og kjósa forseta til næstu fjögurra ára. Nokkuð ljóst er að sitjandi forseti, repúblikaninn Donald Trump, og demókratinn Joe Biden, sem var varaforseti í forsetatíð Barack Obama, munu takast á um embættið. Nýlega gerði Suffolk háskólinn skoðanakönnun fyrir USA Today um fylgi frambjóðendanna. Niðurstaðan er nokkuð afgerandi.

Samkvæmt henni fengi Biden 50 prósent atkvæða ef kosið yrði nú en Trump 40 prósent. Ef þriðji valmöguleikinn er tekinn með þá fengi Biden 44 prósent atkvæða, Trump 38 prósent og 9 prósent kjósenda væru óákveðnir.

Niðurstaða könnunarinnar er svipuð og niðurstöður annarra kannanna að undanförnu sem hafa sýnt Biden með 2 til 14 prósentustiga forskot á Trump. Biden hefur þó verið í nokkrum mótvindi að undanförnu vegna ásakana Tara Reade, fyrrum starfskonu hans, um kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Biden vísar þessum ásökunum á bug en innan demókrataflokksins eru uppi raddir um að það þurfi að rannsaka þessar ásakanir.

Trump hefur að undanförnu reynt að ná betur til þjóðarinnar í gegnum sjónvarp og höfða til hins sterka kjarna stuðningsmanna sinna í repúblikanaflokknum. COVID-19 faraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Trump við honum hafa verið heitt umræðuefni í Bandaríkjunum að undanförnu og þá sérstaklega hvort Trump og stjórn hans hafi brugðist rétt við eða hvort mistök hafi verið gerð. Biden hefur einmitt beint sjónum sínum að þessu og notfært sér í baráttunni að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“