fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Trump segir Bandaríkin rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 af alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Donald Trump er nú að rannsaka viðbrögð Kínverja við COVID-19 faraldrinum af mikilli alvöru. Þetta sagði Trump á fréttamannafundi í gærkvöldi. Hann sagði að bandarísk stjórnvöld væru ekki ánægð með Kínverja.

„Við teljum að það hefði verið hægt að stöðva þetta strax í upphafi. Það hefði verið hægt að stöðva þetta mjög fljótt og þetta hefði ekki breiðst út um allan heim.“

Sagði Trump sem hefur áður gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð þeirra við veirunni skæðu.

Í upphafi árs var Trump mikið fyrir að hrósa Kínverjum en síðan sneri hann blaðinu alveg við og hefur sakað kínversk stjórnvöld um að hafa ekki veitt fullnægjandi upplýsingar og/eða rangar upplýsingar um faraldurinn.

Hann hefur einnig sagt að það muni hafa afleiðingar fyrir Kínverja ef sannast að þeir beri ábyrgð á faraldrinum. Hann átti upptök sín í milljónaborginni Wuhan.

Í síðustu viku sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Bandaríkin væru „mjög sannfærð“ um að Kínverjar hefðu gert mistök með því að tilkynna ekki um veiruna og hafi leynt því hversu hættuleg hún er. Kínverska utanríkisráðuneytið hefur neitað þessu og segir að engin mistök hafi verið gerð eða því leynt hversu hættuleg veiran er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm