fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Stórtíðindi í máli Anne-Elisabeth Hagen – Eiginmaður hennar handtekinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 07:17

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen, var handtekinn snemma í morgun þegar hann var á leið frá heimili sínu til vinnu. Norskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

VG segir að Hagen hafi verið handtekinn í morgunsárið og hafi lögreglan verið með mikinn viðbúnað á vettvangi. Ekki kemur fram hvort hann hefur stöðu grunaðs en lögreglan hefur boðað til fréttamannafundar klukkan hálf ellefu að norskum tíma.

Norska ríkisútvarpið ræddi við Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, en hann vildi ekki tjá sig um málið fyrir fréttamannafundinn.

Lögreglan hefur rannsakað dularfullt hvarf Anne-Elisabeth en hún hvarf nánast sporlaust frá heimili sínu í október 2018. Rannsóknin fór mjög leynt til að byrja með og var ekki skýrt frá málinu fyrr en í janúar 2019.

Í upphafi var málið rannsakað sem mannrán því miðar með kröfu um lausnargjald voru skildir eftir á vettvangi. Rannsóknin fór síðan  yfir í að vera morðrannsókn í janúar á þessu ári.

Norskir fjölmiðlar segja að lögreglan sé með mikinn viðbúnað við heimili Tom Hagen þessa stundin og verið sé að rannsaka húsið hátt og lágt. Hann er einn af auðugustu mönnum Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans