fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Frægur kjötmarkaður enn opinn – Selja leðurblökur og snáka

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 18:00

Rottur til sölu á Tomohon markaðnum. Mynd: Flickr/Niek van Son

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn er hinn umtalaði kjötmarkaður Tomohon í Sulawesi í Indónesíu enn opinn. Þar selja kaupmenn til dæmis hunda, ketti, leðurblökur og snáka. Talið er líklegt að COVID-19 veiran hafi átt upptök á svipuðum markaði í Wuhan í Kína og hafi borist í fólk úr dýri eða dýrum sem þar voru seld til manneldis.

Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna PETA segist hafa heimsótt markaðinn nú í apríl og meðal annars séð kjöt af villisvínum, snákum, hundum og rottum til sölu. Berhent sölufólk og viðskiptavinir hafi verið að handleika kjöt af dýrum sem var slátrað á staðnum.

Leðurblökur þykja herramannsmatur á sumum svæðum í Kína og það sama á við á Sulawesi eyju þar sem hefð er fyrir að nota þær í karrýrétt sem heitir Paniki. Í honum er meðal annars heil leðurblaka, þar á meðal vængirnir og hausinn.

Dýraverndunarsamtök og stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að markaðnum verði lokað en það hefur ekki borið árangur enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki