fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Dularfullt myndband gengur manna á milli í Norður-Kóreu – Kínverjar undirbúa sig

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 05:34

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar frétta um slæma heilsu eða jafnvel andlát Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu vilja mörg erlend ríki komast að hinu sanna um heilsu hans og stöðu mála í þessu harðlokaða einræðisríki. Það er ekki heiglum hent, ekki einu sinni fyrir Kínverja sem eru nánustu bandamenn landsins. Nú herma fréttir frá Kína að her landsins sé að auka viðbúnað sinn við landamærin að Norður-Kóreu.

Kínversk yfirvöld halda öllu er varðar her landsins leyndu, þar á meðal liðsflutningum, en margir íbúar í norðurhluta landsins hafa skrifað um herflutninga á samfélagsmiðlum og jafnvel birt myndir.

Líklegt má telja að Kínverjar, eins og aðrar þjóðir, séu nú að reyna að komast að hinu sanna um hver staða mála er í Norður-Kóreu. Þeir eiga ekki mikið auðveldar með það en aðrar þjóðir vegna þess hversu lokað landið er.

Ekki er útilokað að ef rétt er að Kínverjar séu að efla hernaðarviðbúnað sinn við landamærin sé það til að undirbúa sig undir verstu hugsanlegu sviðsmyndirnar sem þeir sjá fyrir sér. Það er að Kim Jong-un sé látinn og að einræðisstjórnin hrynji. Það getur endað með valdabaráttu sem á endanum getur valdið miklum óróleika í Norður-Kóreu og teygt sig að kínversku landamærunum.

Kínverjar hafa að öllum líkindum undirbúið sig undir sviðsmyndir sem þessar og vilja þá vera reiðubúnir að grípa til þeirra aðgerða sem þeir telja sig þurfa að grípa til. Ef til mikils óróleika kemur í Norður-Kóreu er ekki óhugsandi að kínverskt herlið verði sent inn í landið til að komast yfir kjarnorkuvopn landsins til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn nái þeim eða einhverjir aðrir.

Einnig má telja líklegt að Kínverjar vilji hafa áhrif á þróun mála í Norður-Kóreu. Þeir vilja væntalega tryggja að þeir viti hver tekur við völdum og hversu vinveittur Kína viðkomandi er. Auk þess er líklegt að þeir vilji fá nýjan leiðtoga sem hættir tilraunum með kjarnorkuvopn og flugskeyti og hrindir endurbótum í framkvæmd til að koma efnahag landsins í gang.

Í gær reyndu yfirvöld í Norður-Kóreu að sannfæra umheiminn um að Kim Jong-un sé á lífi og við góða heilsu. Ríkisfréttastofa landsins, KCNA, birti þá bréf sem leiðtoginn er sagður hafa sent forseta Suður-Afríku í gær. Ekki er hægt að segja með vissu að leiðtoginn hafi sjálfur skrifað undir bréfið.

Samkvæmt NK Daily News, sem er fréttamiðill rekinn af landflótta fólki frá Norður-Kóreu, þá hefur myndband eitt verið í mikill dreifingu í Norður-Kóreu þangað sem það var sent frá Kína. Í því er því haldið fram að Kim Jong-un hafi látist síðasta laugardag þegar hann var í skoðunarferð í Kumsusanhöllinni í Pyongyang. Í myndbandinu er síðan fimm mínútum eytt í að hylla Kim Jong-un og föður hans. Í lokin kemur fram að Kim Yo-jong, yngri systir Kim Jong-un, taki nú við völdum. Ekki er hægt að staðfesta sannleiksgildi þess sem kemur fram í myndbandinu og líklega mjög vafasamt að innihaldið eigi við rök að styðjast. En myndbandið hefur verið í mikilli dreifingu í landinu að sögn heimildamanns í landinu. Það er sagt hafa ruglað almenna borgara og meðlimi í verkamannaflokknum, sem stýrir landinu að nafninu til, mjög í rýminu og geti kynt undir óróleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann