Reglurnar voru samþykktar á föstudaginn. Samkvæmt þeim á að setja upp merkingar á torgum þar sem einn metri á að vera á milli fólks. Auk þess að tryggja hreinlæti kveða reglurnar á um að íbúarnir eigi að „klæðast viðeigandi fatnaði“ þegar þeir eru á almannafæri.
Sektarákvæði eru í reglunum sem bætast við fjölda eldri regla um hvernig borgarbúar eiga að hegða sér á almannafæri. Til dæmis má ekki hrækja, láta hunda vera lausa eða henda rusli á göturnar. Sektir, sem nema sem svarar til um 4.000 íslenskum krónum, liggja við brotum gegn þessum reglum.
Nýju reglurnar eru bein afleiðing COVID-faraldursins.