Vladimir V. Barbin, sendiherra Rússlands í Danmörku, er ekki sáttur við þetta og segir að þegar Bandaríkin tengi fjárstuðninginn beint við harða gagnrýni á Rússland ógni þeir friði á Norðurheimskautasvæðinu.
Þetta hefur Politiken eftir Barbin. Hann segir að miðað við ummæli Sands séu Bandaríkin að segja að þau ætli að rekja átakapólitík um málefni norðurslóða í stað þess að starfa með öðrum þjóðum og ræða við þær. Þetta geri Bandaríkin í þeirri von að geta orðið drottnarar á norðurslóðum.
Í grein eftir Carla Sands, sem birtist á vefmiðlinum Altinget í síðustu viku, varaði hún við „ögrandi framkomu“ Rússa og aukinni hernaðarvæðingu á heimskautasvæðinu. Rússar sjá málin frá annarri hlið og telja að með ásökunum Bandaríkjanna og einhliða ákvörðunum þeirra séu þau að grafa undan áratuga löngum friðsömu samskiptum á svæðinu.