fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Lofsama frammistöðu Íslendinga vegna COVID-19 faraldursins – „Íslendingar eru bara snjallari“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 05:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun danska fjölmiðilsins TV2 um helgina er frammistaða Íslendinga í baráttunni við COVID-19 faraldurinn lofsömuð og því haldið fram að Danir geti svo sannarlega lært af þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið hér á landi.

„Hvaða aðferðafræði er best gegn útbreiðslu kórónuveiru? Þessari spurningu hafa rúmlega hundrað lönd þurft að reyna að svara síðustu mánuði. En fáum hefur tekist að finna eins góða lausn og lítið land í Norður-Atlantshafi. Á Íslandi hefur tekist að hefta útbreiðslu smits á meðal 360.000 íbúa landsins og spá frá Háskóla Íslands sýnir að í lok apríl muni ekki greinast ný tilfelli daglega.“

Svona hefst umfjöllunin og því næst er spurt: „Hvernig fóru þeir að þessu?“

Því næst kemur svarið: „Skjót viðbrögð, tugþúsundir sýna, strangar reglur um sóttkví og rakning smita.“

Því næst er haft eftir Janne Tolstrup, prófessor hjá dönsku lýðheilsustofnuninni, að þrátt fyrir að Dönum hafi ekki tekist að gera eins og Íslendingar þá sé hægt að sækja innblástur til Íslands. Hún sagði að það skipti miklu máli að taka mörg sýni, eins og Íslendingar hafi gert, og það sé ekki um seinan í Danmörku en þar hafa mun færri sýni verið tekin á hverja 100.000 íbúa en hér á landi. Hún sagði einnig að í hvert sinn sem smitaður einstaklingur finnst og réttar ráðstafanir séu gerðar sé smitkeðjan rofin og þeim mun fleiri sýni, þeim mun fleiri rofnar smitkeðjur og þar með minni smitdreifing í samfélaginu.

Hún benti einnig á muninn á sóttkví og einangrun í löndunum tveimur þar sem Íslendingar hafi gengið mun lengra og reynt að hafa uppi á öllum þeim sem hafa átt í samskiptum við hinn smitaða til að koma þeim einnig í sóttkví, það hafi ekki verið gert í Danmörku. Hún sagði einnig að Íslendingum hafi tekist mjög vel að rekja smit og þannig stöðva smit, þar hafi smitrakningarteymi ríkislögreglustjóra unnið frábært starf.

Í umræðum á Facebooksíðu TV2 hafa mörg hundruð manns tjáð sig um umfjöllunina og er óhætt að segja að langflestir hrósi Íslendingum mikið fyrir frammistöðu þeirra og margir eru heldur ósáttir við eigin þjóð. Við látum duga að vitna í ummæli Lise Kristensen sem sagði meðal annars:

„Íslendingar eru bara snjallari.“

Lise er ánægð með Íslendinga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð