CNN skýrir frá þessu. Matsui sagði að það tæki konur lengri tíma að versla því þær velti fleiri vörum fyrir sér og það taki þær langan tíma að ákveða sig. Karlar einbeiti sér hins vegar að því að kaupa þær vörur sem þeim hefur verið sagt að kaupa. Þeir komist þannig hjá ónauðsynlegum snertingum og nánd við annað fólk.
Þessi ummæli hafa fallið í grýttan jarðveg og ganga þvert gegn yfirlýstri stefnu japönsku ríkisstjórnarinnar um að bæta jafnrétti kynjanna.
Japanskt samfélag er karlasamfélag þar sem konur eiga mjög á brattann að sækja. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forums yfir jafnrétti kynjanna er Japan í 110. sæti af 149. Landið stendur sig einnig verst af G7-ríkjunum svokölluðu hvað varðar jafnrétti kynjanna.