fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Bill Gates ætlar að framleiða milljarða skammta af bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:59

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Versta martröð mín er orðin að veruleika.“ Segir Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, og er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann lýsir áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins.

Það er ekkert leyndarmál að mannúðarsamtök Gateshjónanna, Bill & Melinda Gates Foundation, vinna að því að þróa bóluefni gegn veirunni. Í samtali við The Times sagði Gates að hann hyggist reisa nokkrar verksmiðjur sem geta framleitt milljarða skammta af bóluefni og það áður en það hefur verið samþykkt til notkunar.

Gates hefur í hyggju að láta reisa fjórar eða fimm verksmiðjur fyrir þessa framleiðslu þrátt fyrir að líklegast verði aðeins þörf fyrir eina eða tvær þegar upp verður staðið. Með þessu sparast dýrmætur tími sagði hann við The Times.

Hann hefur mikla trú á bóluefni sem vísindamenn við Oxfordháskóla eru nú að þróa en tilraunir með það eru hafnar á mönnum.

„Ef niðurstöðurnar lofa góðu munum við byrja fjöldaframleiðslu.“

Sagði Gates sem sagði í viðtali við The Times í febrúar á síðasta ári að yfirvofandi heimsfaraldur væri það eina sem gæti haldið vöku fyrir honum.

„Það eru hundrað ár síðan síðasti alheimsfaraldur inflúensu reið yfir. Fólk ferðast meira í dag sem eykur smithraðann.“

Sagði hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð