fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Afnema dauðarefsingar yfir ungmennum í Sádi-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:50

Konur njóta ekki mikilla réttinda í Sádi-Arabíu frekar en aðrir landsmenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að afnema dauðarefsingar yfir ólögráða börnum og ungmennum sem hafa gerst brotleg við lög. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá mannréttindaráði landsins og er vísað til ákvörðunar Salman konungs um þetta.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þeir, sem hlutu dauðadóm fyrir afbrot sem þeir frömdu þegar þeir voru ólögráða og hafa beðið aftöku, muni ekki verða teknir af lífi. Dómum þeirra verður breytt í fangelsisdóma sem verða að hámarki 10 ár. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvenær þetta tekur gildi.

Aðeins eru nokkrir dagar síðan tilkynnt að hýðingar hefðu verið afnumdar sem refsing. Nú verður fólk sektað eða dæmt í fangelsi fyrir brot sem áður var refsað fyrir með hýðingum.

Samkvæmt skýrsu Amnesty International voru 184, 178 karlar og 6 konur, teknir af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“

Hvað er svínaníðs-pólitík? – „Látum helvítið neita því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?