En eins og margir þeirra 200 milljóna Bandaríkjamanna sem fyrirmælin ná til þá nýtur Trump ekki dvalarinnar heima við í einangrun.
„Forsetinn er mjög pirraður. Honum finnst hann vera innilokaður. Hann hlakkar mikið til að komast aftur út og hitta kjósendur sína.“
Hefur Washington Post eftir heimildamanni í Hvíta húsinu. Blaðið segir jafnframt að það hafi verið „innilokunarkennd“ Trump sem varð til þess á mánudaginn að hann krafðist þess að innflytjendum yrði bannað að koma til landsins næstu vikurnar.
„Trump hefur einfaldlega of mikinn tíma til að horfa á sjónvarpið. Hann horfði á Tucker Carlson, á Fox News, segja skoðun sína. Aðeins klukkustund síðar viðraði Trump sömu hugmynd á Twitter.“
Sagði fréttakonan Rachel Maddow á MSNBC.