fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Morðmálið sem skekur Noreg þessa dagana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir réttarhöld í Gjøvik í Noregi yfir 45 ára karlmanni sem er ákærður fyrir að hafa myrt 15 ára son sinn, Oscar André Ocamp Overn, í október á síðasta ári. Eiginkona mannsins var heima og heyrði hræðilegt öskur berast frá efri hæð hússins. Hún hljóp upp stigann og kom þar að eiginmanni sínu þar sem hann var að kyrkja piltinn.

„Ég heyrði skyndilega öskur. Skelfilegt öskur. Ég hafði aldrei áður heyrt svona öskur. Ég hljóp upp.“

Sagði hún fyrir dómi á miðvikudaginn. Þegar hún kom inn í barnaherbergi á hæðinni sá hún eiginmanninn standa í keng yfir syninum með hendur á hálsi hans. Það var enginn efi í huga hennar, maðurinn sem hún hafði deilt lífinu með árum saman var að myrða son þeirra.

Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi. Faðirinn hefur frá upphafi játað að hafa myrt Oscar og að hafa undirbúið morðið. Hann hafði meðal annars séð til þess að eiginkona hans gæti ekki sótt aðstoð.

Þegar hún kom inn í barnaherbergið greip hún í manninn og reyndi að rífa hann frá Oscari en maðurinn yfirbugaði hana og bar inn í næsta herbergi þar sem hann læsti hana inni.

„Hann sagði: „Ég fyrirfer mér og drep Oscar.“ Síðan læsti hann dyrunum.“

Sagði móðirin fyrir dómi.

Maðurinn hafði áður skýrt dómnum frá því að daginn fyrir morðið hafi hann gengið þannig frá gluggum, svaladyrum og brunastiga að konan hans kæmist ekki út til að sækja hjálp.

Oscar hlaut alvarlega áverka við atlögu föður síns og lést af völdum þeirra nokkrum vikum síðar. Föðurnum tókst ekki að taka eigið líf og hringdi sjálfur í lögregluna.

Ástæðan fyrir morðinu er að sögn föðursins að Oscar hafði daginn áður sagt móður sinni að faðir hans hefði misnotað hann kynferðislega árum saman. Þau voru kjörforeldrar hans en Oscar var frá Kólumbíu en kom til þeirra þegar hann var átján mánaða. Hann hafði árum saman glímt við miklar tilfinningasveiflur og reiði.

Það var ekki fyrr en hann sagði móður sinni frá kynferðisofbeldinu sem hún skildi orsökina fyrir tilfinningasveiflunum og reiðinni.

„Áður en við ættleiddum hann vissum við að börn, sem hafa átt erfitt í upphafi lífsins, geta átt við meiri erfiðleika að etja síðar. Hann var fyrirburi og var með fráhvarfseinkenni þegar hann fæddist og lífið var erfitt í byrjun. Hann var tekinn frá móður sinni snemma og við vissum að það gæti valdið skaða.“

Sagði móðirin fyrir dómi og bætti við:

„Það sem sækir mest á mig er að hann, sem var minn nánasti árum saman, hafi getað gert barninu okkar þetta.“

Saksóknari krefst 21 árs fangelsis yfir manninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti