fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Yfirlæknir leit á nafnalistann yfir COVID-19 sjúklinga og krefst nú svara

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 06:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Thomas Benfield, yfirlæknir og prófessor á smistjúkdómadeild Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, skoðaði nafnalistann yfir innlagða COVID-19 sjúklinga tók hann eftir að fjöldi innflytjenda var ekki í samræmi við samsetningu danska samfélagsins. Miklu fleiri innflytjendur hafa hlutafallslega verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar en Danir.

Sama staða er uppi á smitsjúkdómadeildinni og gjörgæsludeildinni að sögn Benfield sem sagðist taka með í reikninginn að sjúkrahúsið tekur hlutfallslega á móti fleiri innflytjendum en önnur sjúkrahús vegna staðsetningar þess. BT skýrir frá þessu. Hann vill nú að landlæknisembættið geri úttekt á hversu margir innflytjendur hafa smitast af veirunni.

Morten Sodemann, yfirlæknir og prófessor á lyflækningadeild fyrir innflytjendur á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum, tekur í sama streng og segir mikilvægt að þetta verði kannað þrátt fyrir að ekki séu merki um að faraldur hafi beinlínis geisað meðal minnihlutahópa innflytjenda eins og gerst hafi í Stokkhólmi og Bandaríkjunum.

Sænskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að COVDI-19 veiran hafi lagst sérstaklega þungt á íbúa í þeim hverfum Stokkhólms sem glíma við mörg félagsleg vandamál. Margir af sómölskum uppruna létust í upphafi faraldursins þar í borg. Tölur frá Englandi sýna að þriðjungur þeirra, sem eru lagðir inn á gjörgæslu, eru af innflytjendaættum.

Sodemann sagði að innflytjendur búi oft margir í litlum íbúðum og eigi því erfiðara með að einangra sig frá öðrum. Hann sagðist þó ekki hafa tekið eftir óvenjulega háu hlutfalli innflytjenda á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum.

Benfield segir að það sé erfiðara að sinna sjúklingum af innflytjendaættum því algengara sé að þeir séu með sykursýki, í ofþyngd, of háan blóðþrýsting og hjarta- og æðasjúkdóma. Þeir geti því verið í meiri hættu ef þeir smitast af veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“