fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hefja tilraunir með bóluefni gegn COVID-19 á fólki á morgun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 05:34

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Oxfordháskólann í Bretlandi hefja á morgun tilraunir á fólki með bóluefni gegn COVID-19. Matt Hancock heilbrigðisráðherra segir að 500 sjálfboðaliðar muni taka þátt í prófununum. Vísindamennirnir, sem hafa þróað bóluefnið, telja 80 prósent líkur á að það virki.

Hancock segir að þróun bóluefnis séu „óörugg vísindi“ en nú séu tveir hópar vísindamanna í Bretlandi sem hafi náð góðum árangri í þróun bóluefnis gegn COVID-19. Auk hópsins í Oxford hafa vísindamenn við Imperial College London einnig unnið hörðum höndum að þróun bóluefnis en það er ekki enn tilbúið til prófana á fólki.

Sarah Gilbert, sem stýrir vinnu vísindamannanna í Oxford, á nú þegar í viðræðum við bresk stjórnvöld um að hefja framleiðslu bóluefnisins strax, þrátt fyrir að tilraunum með það sé ekki lokið. Það vill hún gera til að bóluefnið verði tilbúið áður en hugsanleg önnur smitbylgja COVID-19 skellur á í haust.

„Við viljum ekki vakna upp við það síðar á árinu að við séum með mjög virkt bóluefni sem við höfum ekki framleitt nóg af.“

Sagði Gilbert í samtali við The Times.

Hópur hennar vonast til að geta verið tilbúinn með eina milljón skammta af bóluefninu í september ef það reynist virka gegn veirunni.

Breska ríkisstjórnin styður fjárhagslega við vinnu beggja hópa en þeir hafa fengið 42 milljónir punda til verksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð